Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis.
Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Við höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.
Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.
Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.
Landverðir eru stór hluti starfsmannahópsins og starfa á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.
Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín.
Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvumum landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.
Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!
16.05.2023 til 05.06.2023
Umhverfisstofnun sinnir fjölbreyttri þjónustu og ákvarðanatöku er varða umhverfisgæði og náttúruvernd. Innri þjónusta stofnunarinnar gegnir lykilhlutverki í stuðningi við starfsemina. Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.
Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Vinnuvikan er 36 stundir til reynslu. Við búum yfir mikilli sérfræðiþekkingu og höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun. Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.
Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf skjalastjóra í teymi gæða, gagna og stafrænnar þróunar. Teymið er nýtt og spennandi þar sem áhersla er lögð á þjónustu og samvinnu. Í undirbúningi er samstarf við aðrar stofnanir sem miðar að frekari uppbyggingu og framþróun í skjalamálum. Starf skjalastjóra felst í umsjón með skjalavistunarkerfi stofnunarinnar og þróun skjalamála til framtíðar.
Hvar má bjóða þér að vinna?
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið. Valið stendur um Hellissand, Patreksfjörð, Ísafjörð, Akureyri, Mývatn, Egilsstaði, Hellu, Vestmannaeyjar og Reykjavík.
Garðar Svavar Gíslason - gardar.gislason@umhverfisstofnun.is - 5912000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.
Næsti yfirmaður skjalastjórans er Garðar Svavar Gíslason gæðastjóri sem veitir nánari upplýsingar um starfið auk Þóru Margrétar Pálsdóttur Briem mannauðsstjóra í síma 591 2000.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að skjalastjóri geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.06.2023
Sækja um