Störf í boði

Foss_Canva.png (2590029 bytes)

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis. 

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Við höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.

Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. 

Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.

Landverðir eru stór hluti starfsmannahópsins og starfa á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín. 

Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.

Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!

 

Störf laus til umsóknar

Sérfræðingur í teymi fjármála og reksturs

Sérfræðingur í teymi fjármála og reksturs

Umsóknarfrestur

06.06.2024 til 24.06.2024

Inngangur

Umhverfisstofnun veitir fjölbreytta þjónustu og tekur ákvarðanir er varða umhverfisgæði og náttúruvernd. Teymi fjármála og reksturs gegnir lykilhlutverki í miðlægri þjónustu stofnunarinnar. Teymið tekur þátt í rekstri innviða stofnunarinnar og annast fjármál hennar auk kerfisstjórnunar fyrir fjölbreytta starfsemi.

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í fjármálum. Viðkomandi mun starfa í öflugu teymi sem veitir ásamt öðrum, miðlæga þjónustu fyrir alla stofnunina ásamt því að sinna öðrum verkefnum.

Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á fjármálum og rekstri og er tilbúinn að koma inn í fjölbreytt verkefni með okkur. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður og þjónustulundaður og hafa áhuga á umbótum og skilvirkni í störfum sínum.
 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greining fjárhagsupplýsinga og upplýsingagjöf
 • Rekstrareftirlit og frávikagreining 
 • Þátttaka í gerð rekstraráætlunar
 • Kostnaðargreining verkefna
 • Þátttaka í uppgjörsvinnu og öðrum bókhaldstengdum verkefnum
 • Aðstoð við samningagerð, innkaup, framkvæmdir og húsnæðismál 
 • Aðstoð við samþykkt rafrænna reikninga 
   

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði fjármála og reikningsskila og endurskoðunar, framhaldsmenntun er kostur
 • Starfsreynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Frumkvæði í umbótaverkefnum  Góð Excel kunnátta og almenn tölvukunnátta
 • Greingarfærni og talnagleggni
 • Reynsla af að starfa í teymi
 • Stafræn verkefni - þekking og geta til að sýna frumkvæði
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
 • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Tengiliðir

Sigrún Ágústsdóttir - sigrun.agustsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thora.m.briem@umhverfisstofnun.is - 5912000

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Björgvin Valdimarsson fjármálastjóri. 
Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu, höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun. 

Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á níu starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is. 
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Staðsetning sérfræðingsins er á starfsstöð Umhverfisstofnunar í Reykjavík eða á Hvanneyri. 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 24.06.2024

Sækja um

 Störf án staðsetningar

 


Svansvottaður vinnustaður