Fjaðrárgljúfur

Tillaga að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs

Umhverfisstofnun, í samvinnu við landeigendur Heiðar og Skaftárhrepp leggur fram til kynningar tillögu að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs, að hluta, sem náttúruvættis. Kynningin er í samræmi við 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd en þar segir að Umhverfisstofnun skuli gera drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir landeigendur og aðra rétthafa lands, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Frestur til að gera athugasemdir skal vera 6 vikur.

Fyrirliggjandi eru tillaga að friðlýsingaskilmálum og afmörkun þess svæðis sem til stendur að friðlýsa. Umhverfisstofnun mun safna saman athugasemdum og svara þeim að athugasemdafresti liðnum.

Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna er til og með 28. apríl 2024. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.is Viðhengi: tillaga að friðlýsingaskilmálum
Viðhengi: tillaga að afmörkun svæðis

Senda inn athugasemd