Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um yfirfærslu sjö starfsleyfa yfir á Fiskeldi Austfjarða hf. Um er að ræða starfsleyfi sem voru gefin út á félögin Rifós hf., Laxa Fiskeldi ehf. og Laxa eignarhaldsfélag ehf.

Engar efnislegar breytingar voru gerðar á starfsleyfunum aðrar en að starfsleyfin hafa nú verið fært á nýjan rekstraraðila, Fiskeldi Austfjarða hf.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar, skv. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.