Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

HS Veitur / Mynd fengin af heimasíðu HS Veitna

Umhverfisstofnun auglýsir bráðabirgðaheimild fyrir HS Veitur vegna jarðborana við Árnarétt í Garði.

Fram kemur í erindinu að vegna mögulegra náttúruhamfara á Reykjanesskaga þurfi HS Veitur að koma sér upp varavatnsbólum komi til þess að vatnsbólin í Lágum yrðu óstarfhæf. Við það yrði neysluvatnslaust í Reykjanesbæ, Grindavík, á flugvallar- og varnarsvæðinu og takmarkað aðgengi að vatni í Suðurnesjabæ.

Athugasemdafrestur við auglýsinguna er til kl 12:00 þann 13. nóvember 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið ust@ust.is, merktar UST202311-090.