Stök frétt

Verkleg kennsla á skotvopnanámskeiði Umhverfisstofnunar sem átti að vera á Álfsnesi laugardaginn 13. maí 2023 fellur niður.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á Álfsnesi. Sú ákvörðun byggir á úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er talin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Á næstu dögum mun Umhverfisstofnun hafa samband við þá sem áttu bókaða tíma í verklega kennslu og veita nánari upplýsingar um framhaldið.