Stök frétt

Í framhaldi af frétt í Fréttablaðinu 25.10.2016 undir fyrirsögninni: Útiloka tilbúnar náttúrulaugar (bls. 4), vill stofnunin koma eftirfarandi á framfæri:

1.      Stofnunin kannast ekki við að vinnuhópur á vegum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits Suðurnesja hafi verið starfandi sem fjallar um náttúrulaugar.

2.      Stofnunin kannast ekki við að vinnuhópur sem hún hefur starfað með hafi kveðið upp þá niðurstöðu sem birtist í fréttinni.

Varðandi náttúrulaugar þá vill Umhverfisstofnun taka fram að undanfarnar vikur hefur reglugerð um náttúrulaugar og framkvæmd reglugerðarinnar verið til skoðunar innan stofnunarinnar. Umhverfisstofnun hefur dæmi um að heilbirgðiseftirlitin líti ólíkum augum á tilbúnar náttúrulaugar út frá reglugerð um náttúrulaugar og reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Umhverfisstofnun hefur sent framkvæmdastjórum heilbrigðiseftirlitssvæða erindi þar sem leitað er eftir áliti þeirra varðandi framkvæmd reglugerðar um náttúrulaugar.