Stök frétt

Umbúðir hættulegra efna eiga að vera hættumerktar á íslensku og mikilvægt er að fylgja leiðbeiningunum / Mynd: iStock

Hættuleg efni má finna víða á heimilum og vinnustöðum og getur röng notkun eða meðhöndlun þeirra valdið alvarlegum slysum. 

Auðveldast er að sjá hvort vara sé hættuleg með því að skoða hvort umbúðirnar beri hættumerki. Hættumerkin eru níu talsins og gefa til kynna mismunandi hættu fyrir heilsu manna eða dýra og umhverfi.  

Mikilvægt er að vanda umgengni við hættuleg efni!

  • Hættuleg efni á að geyma í upprunalegum umbúðum og tryggja að umbúðirnar séu vel lokaðar. 
  • Hættuleg efni á að geyma þannig að börn eða aðrir óviðkomandi nái ekki í þau.
  • Hættuleg efni á að geyma á tryggan hátt og aðskilin frá matvælum, dýrafóðri, lyfjum og snyrtivörum.
  • Við meðferð hættulegra efna á alltaf að gæta varúðar þannig að ekki verði tjón á heilsu manna eða dýra og umhverfi. 
  • Fylgja skal leiðbeiningum á merkimiða. 
  • Umbúðir hættulegra efna eiga að vera hættumerktar á íslensku í samræmi við hættuflokkun. Þær eiga að upplýsa um mögulega hættu, hvernig eigi að bregðast við hættu eða komast hjá henni. Einnig geta merkingar verið leiðbeinandi um notkun, geymslu og förgun efnisins. 
  • Hættulegum efnum og umbúðum þeirra á að skila til spilliefnamóttöku.

Hvað gildir um hættuleg efni sem flokkast sem plöntuverndarvörur og sæfivörur, s.s. skordýra-, sveppa- og illgresiseyða og nagdýra- og skordýraeitur?

  • Bannað er að markaðssetja slíkar vörur nema að þær hafi fengið markaðsleyfi á Íslandi, útgefið af Umhverfisstofnun.
  • Aðeins handhafar notendaleyfis, útgefnu af Umhverfisstofnun, mega kaupa og nota slíkar vörur í atvinnuskyni og þær á að geyma í læstum hirslum eða rými.

Markmið efnalaga nr. 61/2013 er m.a. að tryggja að meðferð á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni valdi hvorki tjóni á heilsu manna og dýra né á umhverfi.

Tengt efni: